Samantektir 2017

ROBUR próf DESÍ 9-10 september.

Veiðipróf 501709.
Veiðipróf Deildar Enska setans var haldið 9-10 september.
Góð skráning var í prófið eða samtals 25 skráningar.

Dómari:Tor Espen Plassgård.
Fulltrúi HRFÍ. Guðjón Arinbjörnsson.
Próstjórn: Ólafur Örn Ragnarsson.


9. september.
Prófið sett í Sólheimakoti að morgni.
Veðurlýsing. Logn til að byrja með en andvari seinipart.
Prófið var haldið á Reykjanesi og var mikið af fugli á svæðinu
og var áætlað yfir 40 tækifæri hafi verið í boði í þann daginn.
Yfir 120 fuglar sáust.
3 hundar náðu einkunn við erfiðar aðstæður.
Veiðimela Jökull fékk 3. einkunn og var einnig valinn besti hundur prófs í OF.
Rjúpnabrekku Black fékk 3. einkunn í UF
og Rjúpnabrekku Toro fékk 2. einkunn og var einnig valinn besti hundur prófs í UF.


10. september.
Seinni prófsdagur DESÍ var frábrugðin að því leiti að prófið var sett á prófstað og var dagurinn heldur betur góður.
Hvasst var á suðurnesjunum og fuglinn lausari í sér en um 30 sénsar voru í boði seinni daginn sem nýttust mis vel.
Um 70 fuglar sáust.
4 hundar náðu einkunn, 1 í UF og 3 í OF.
Rjúpnabrekku Toro hlaut 3. einkunn í UF og var besti hundur prófs.
Rjúpnasels Skrugga hlaut 3. einkunn í OF.
Veiðimela Jökull hlaut 3. einkunn í OF.
Veiðimela Karri hlaut 2. einkunn í OF og besti hundur prófs.
Tölulegar samantektir úr þessum tveimur prófadögum.
Hundar náðu 18 sinnum að festa stand.
28 fælingar voru skráðar.
2 tómstandar.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra helgi.
Eins þakkar stjórn DESÍ styrktaraðilum prófsins innilega fyrir veittan stuðning, án þeirra er ekki hægt að halda svona glæsilegan viðburð.

Fyrir hönd DESÍ.
Ólafur Örn Ragnarsson.

 

ARION próf DESÍ 30. sept – 1. okt.

Helgina 30. sept. og 1. okt. var haldið veiðipróf DESÍ.

Prófnúmer er 501711.

Aðalstyrktaraðili prófsins er LÍfland umboðsaðili Arion.

Dómari: Roy Allan Skaret frá Noregi
Fulltrúi HRFÍ : Guðjón Arinbjörnsson.
Prófstjóri : Ólafur Örn Ragnarsson.

Laugardagurinn 30. sept.
9 hundar er skráðir og eru mættir.
Prófið var sett í Sólheimakoti kl 9:10 á laugardaginn.
Farið var upp á Stóra Plan og gengið í vestur. Hópurinn fór vestan við Borgarhóla
og hélt þaðan í austur að Eiturhól og aftur að Stóra Plani.
Alls gengnir um 16 km.
Veður var þungbúið en birti er leið á daginn.
Hiti um 9 gráður.
Lítið var um fugl framan af en er leið á daginn,
var mun meira af tækifærum sem nýttust misvel.
Fugl var frekar laus og þurfti lítið til að setja fuglinn í loftið.
39 fuglar sáust
20 móment voru skráð þar sem fuglar fóru í loft.
7 hundar náðu að festa stand á fugl.
4 fælingar voru skráðar.
4 tómstandar voru skráðir.

Niðurstaðan í OF var.
Rjúpnasels Skrugga 3. einkunn.
Rjúpnasels Rán 2. einkunn.
GG Sef 2. einkunn og bestur í OF.

Niðurstaðan í UF.
Rjúpnabrekku Toro 2. einkunn.
Rjúpnabrekku Black 1. einkunn og bestur í UF.

Sunnudagurinn 1. okt.

Prófið var sett í Sólheimakoti kl 9:10
Allir hundar utan einn sem boðaði forföll mættir.
Farið frá Stóra Plani og stefnan tekin á Eiturhóla.
Gengnar voru borgirnar að Eiturhólum.
Alls gengnir um 14 km.
Veður var millt og hægur andvari.
Hiti um 9 gráður.
Nóg var af fugli, fugl í hverju sleppi nánast.
Sá fáheyrði atburður varð að allir hundar fengu eink.

Í OF var niðurstaðan.
Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku – 2. einkunn
Rjúpnasels Skrugga – 2. einkunn
Ice Artemis Mjölnir – 2. einkunn
Rjúpnases Rán – 1. einkunn og besti hundur prófs

Í UF var niðurstaðan.
Rjúpnabrekku Miro – 3. einkunn
Rjúpnabrekku Black – 3. einkunn
Vatnsenda Karma – 2. einkunn
Rjúpnabrekku Toro – 1. einkunn og besti hundur prófs

Alls sáust 48 fuglar.
16 sjensar voru í boði.
Hundar náðu 14 sinnum að festa stand
2 fælingar
2 tómir standar.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra helgi.
Eins þakkar stjórn DESÍ styrktaraðilum prófsins innilega fyrir veittan stuðning, án þeirra er ekki hægt að halda svona glæsilegan viðburð.

Fyrir hönd DESÍ.
Ólafur Örn Ragnarsson