Samantektir 2018

Veiðipróf 501801

Próf fellt niður vegna skelfilegs veðurs. Úrhellis rigning og brjálað rok, heiðin fór á flot !

desi

Veiðipróf 501803 – Barking Heads próf DESÍ

Við vorum svo lánsöm að fá til okkar norskann dómara til landsins til að dæma prófið. Arnfinn Holm er búinn að vera í fuglahundasportinu í 38 ár og vera dómari síðan 2007.

Eftir margra daga undirbúning var komið að prófi. Við fórum með dómaranum á föstudeginum að skoða prófsvæði og sáum við þó nokkuð af rjúpu frá bíl og vorum viss um að það væri því meira af henni á svæðinu líkt og var búið að vera alla vikuna. Vorum þarna því nokkuð vongóð fyrir laugardeginum.

Á föstudags kvöldinu byrjaði að snjóa, ekki mikið 1-2 sentimetra en það var nóg til þess að grámi var kominn yfir allt svæðið á laugardeginum. Það varð fljótlega ljóst eftir að prófið byrjaði að lunginn af fuglinum hafði fært sig en í lok dags höfðu allir hundar átt séns á fugli. Fjórir hundar nýttu sér sénsinn og lönduðu einkunum.

Í opnum flokki var það:
Ice Artemis Mjolnir – 1. einkunn og besti hundur flokks (Strýhærður Vorsteh).
Veiðimela Krafla – 2. einkunn (Snögghærður Vorsteh).
Í unghunda flokki var það:
Rjúpnabrekku Toro – 1. einkunn og besti hundur flokks (Enskur Setter).
Vatnsenda Karma – 1. einkunn (Pointer).

Það var því farið á laugardags kvöldinu að leita af fuglinum. Hann fannst í meiri hæð og voru nú puttarnir krossaðir um að hann yrði þarna áfram næsta morgun.

Er við lögðum bílunum við prófsvæðið á sunnudags morgninum þá var að klárast lítill rigningar skúr og hafði vindurinn snúið sér í suð-austann en deginum áður var hann norð-vestann.

Fyrsta slepp byrjaði rólega, fyrstu tíu mínúturnarnar var enginn fugl sjáanlegur. Á seinni tíu mínútunum vorum við komin aðeins hærra og náðust 2 standar á hundana, var rjúpan fundin ?

Ójá hvort hún var!

Það varð allt alveg vitlaust og í hverju sleppi voru 2-4-5 standar ásamt fleiri sénsum sem hundarnir nýttu mis vel. Mjög mikið af rjúpu var á svæðinu og í lok dags höfðu hundarnir tekið um 25 standa og yfir 40 sénsar í það heila.
Rjúpan var mjög spök og til í leikinn. Það er útlit fyrir að það verði mjög sterkur varpstofn núna í vor.

Fimm hundar komu til baka í hús með einkunn í unghunda flokki.
ISJCH NLM RW-17 Rjúpnabrekku Black – 1. einkunn og besti hundur flokks (Enskur Setter).
Rjúpnabrekku Fríða – 1. einkunn (Enskur Setter).
Rjúpnabrekku Miro – 1. einkunn (Enskur Setter).
Rjúpnabrekku Toro – 1. einkunn (Enskur Setter).
Vatnsenda Karma – 2. einkunn (Pointer).

Þeir fjórir Ensku Setarnir sem fengu allir 1. einkunn koma úr sama gotinu sem er frá Rjúpnabrekku ræktun.
Rjúpnabrekku Toro hlaut farandsgripinn Rjúpuna til varðveislu til eins árs.

Þetta var sannarlega frábær dagur sem rennur mönnum seint úr minni. Heldur betur vel heppnuð helgi!

20180325_193249