Veiðipróf

Af hverju veiðipróf ?askja.jpeg

Það getur verið lærdómsríkt að taka þátt í veiðiprófi, það eru krefjandi aðstæður fyrir hundinn. Að fá ábendingar frá dómara getur verið mjög gott og hjálpað þér að gera hundinn að enn betri veiðihundi. Veiðipróf geta verið skemmtileg og getur gleðin farið langt fram úr þínum væntingum. Þau geta einnig verið smávægileg vonbrigði ef dómarinn sér ekki hundinn þinn með sömu augum og þú. Hlutverk veiðiprófa er að meta veiðigetu hunda og þar með auðvelda hvolpakaupendum við val á hundum.

Til að eiga möguleika á einkunn í veiðiprófi þarf hundur að geta tekið sjálfstæðan stand og unnið úr honum á viðunandi hátt eftir því hvaða flokki hann tekur þátt í. Til að hljóta einkunn þarf hundurinn einnig að sýna lágmarks gæði í leitarvinnu að mati dómara, mjög mikilvægt er að dómarinn sjái hundinn vinna úr standinum til að hann geti metið hann til einkunnar.

Veiðipróf eru flokkaskipt:

Unghundaflokkur (UF): Lágmarksaldur er níu mánaða daginn fyrir fyrsta dag veiðiprófs og hámarksaldur er 24 mánaða daginn fyrir fyrsta dag veiðiprófs. Í UF eru gefnar: 1-, 2-, og 3 einkunn, auk einkunnarinnar 0. Í UF horfir dómarinn sérstaklega á eðlislæga veiðieigninleika hundsins og lítur framhjá smávægilegum brestum í hlýðni. Heiðrun stands er ekki krafist i UF. Til að eiga möguleika á einkunn þarf hundur að taka sjálfstæðan stand á rjúpu og vera viðunnandi rólegur við uppflug og skot fyrir unghund. Til að eiga möguleika á 1.einkunn þarf hundur að taka stand, reka rjúpu upp, eftirleita og sýna framúrskarandi vinnu í a.m.k. 60 mínútur.

Opinn flokkkur (OF): Lágmarksaldur er 24 mánaða daginn fyrir fyrsta dag veiðiprófs. Í OF eru gefnar: 1-, 2-, og 3 einkunn, auk einkunnarinnar 0. Til að eiga möguleika á einkunn þarf hundur að taka sjálfstæðan stand á rjúpu og vera viðunnandi rólegur við uppflug og skot fyrir hund í OF. Til að eiga möguleika á 1.einkunn þarf hundur að taka stand, reka rjúpu upp, eftirleita, sækja útlagða bráð (eða framvísa sækivottorði) og sýna framúrskarandi vinnu í a.m.k. 60 mínútur. Heiðrunnar er krafist í OF ef aðstæður leyfa. Hundur sem neitar að reka rjúpu upp fær 0.einkunn.

Keppnisflokkur (KF): KF er fyrir hunda sem hafa hlotið 1.einkunn í OF, þar keppa hundar við hvorn annan. Hundar þurfa að sýna 1.einkunnar vinnu í gegnum allan daginn. Í KF hljóta hundar sæti en ekki einkunn.

Umfram allt þá eiga veiðipróf að vera skemmtileg og fræðandi vettvangur til að gera hundana okkar að betri veiðihundum. Veiðipróf eru einnig góður vettvangur til að kynnast skemmtilegu fólki, nýjum æfingafélögum og jafnvel veiðifélögum.

20160118_162734